Beint í aðalefni

Vinsælast í Barcelona

Áhugaverðir staðir, ferðir og afþreying í Barcelona

Söfn sem mælt er með í Barcelona

Staðir til að upplifa menningu og listir í Barcelona

Barcelona: bestu hverfi borgarinnar

Finndu frábært svæði til að gista á í Barcelona

Barcelona – upplýsingar um staðinn

T.d. hvenær sé besti tími árs til að dvelja í Barcelona

Barselóna á strönd Katalóníu er lífleg stórborg með seiðandi byggingarlist, miðaldastrætum og fyrsta flokks söfnum, sannkallaður suðupottur menningar. Antoni Gaudi er gjarnan kenndur við borgina en hann á heiðurinn að mest framúrskarandi byggingarlist hennar. Verk hans má finna út um alla borg, frá snúnum stigaþrepum steinbyggingarinnar Casa Milà til kirkjunnar stórfenglegu Sagrada Familia.

Í gotneska hverfinu finnur þú aldagamla tapasbari, gamalgrónar byggingar og dómkirkju skreytta ufsagrýlum. Gæddu þér á sígildum réttum eins og krókettum með kjöthakksfyllingu og steiktum saltfiskbollum í þessu dramatíska umhverfi og skolaðu þeim niður með glasi af ávaxtaríku Rioja-víni. Ramblan (La Rambla) er rétt hjá, göngugata með trjám á báða vegu. Þú getur gengið eftir henni alveg niður að strönd, þar sem mannmergðin er aðeins minni.

Finndu þér hentugan reit á ströndinni í Barceloneta eða skuggsælan grasblett í Parc de la Ciutadella og sleiktu sólskinið sem Barselónaborg nýtur árið um kring. Svo er hægt að fara í skoðunarferð um leikvanginn Camp Nou eða ganga upp á Carmel-hæð til að njóta útsýnis til allra átta og mósaíklistarinnar í Park Güell-garði– annarrar stórfenglegrar hugarsmíðar Gaudis.

Í kvöld

Frá 29.964 kr. á nótt

Þessi helgi

Frá 59.928 kr. á nótt

Næsta helgi

Frá 53.832 kr. á nótt

Vinsælasti tíminn til að fara október–desember
Ódýrasti tíminn til að fara janúar–mars
Gjaldmiðill staðarins € 1 = 150 kr.
Tungumál Spænska
Meðalverð um helgi 26.965 kr. á nótt
Meðalverð á virkum degi 24.040 kr. á nótt
Dæmigerð lengd dvalar 2 nætur

Áhugaverðir staðir í Barcelona

Gistu nálægt áhugaverðustu stöðunum í Barcelona

Barcelona – umsagnir

Barcelona – það sem aðrir ferðalangar hafa um staðinn að segja

8,0

Var í Barcelona í þriðja sinn á ca 20 ára tímabili og...

23. ágúst 2023

Var í Barcelona í þriðja sinn á ca 20 ára tímabili og bílaumferð áberandi minni í dag. Margir frábærir litlir veitingastaðir með persónulega þjónustu annað en þar sem massa túrisminn var t.d. Rambla = staður til að forðast. Vorum á mjög heitum tíma í ágúst og lyktin ekki góð ;o) Samgöngur góðar og fjölbreytar - hraðinn áberandi minni.

Borgþór
Borgþór Ísland
8,0

Gaudi er ferðarinnar virði ásamt stóra matarmarkaðnum og...

12. nóvember 2019

Gaudi er ferðarinnar virði ásamt stóra matarmarkaðnum og Montserrat. Annað var ekkert sérstakt. Maturinn heldur bragðdaufur og óspennandi

Bryndís
Bryndís Ísland
10

Maturinn ótrúlega góður.

15. ágúst 2019

Maturinn ótrúlega góður. Gaman að rölta um þröngar götur og skoða arkitektúrinn. Vinalegt fólk með ríka þjónustulund. Æðisleg borg!

Arna Sif
Arna Sif Ísland

Vinsælir staðir til að dvelja á í Barcelona

Dveldu á bestu gististöðunum sem Barcelona hefur upp á að bjóða

Aðrir áhugaverðir staðir og afþreying í Barcelona

Fleira sem hægt er að sjá og gera í Barcelona

gogless